Ökuskóli 1

Ætlast er til að ökuskóli 1 sé tekinn fyrir æfingaakstur með leiðbeinanda og er bóklegt nám. Áður en þú mátt hefja nám í ökuskóla 1 þarftu að vera búin(n) að taka að minnsta kosti einn verklegan ökutíma hjá ökukennara og er skólinn tekinn samhliða verklegum tímum.

Ökuskóli 1 er skipt upp í nokkrar lotur og þar er farið yfir grunnatriðin í umferðinni.

Meðal námsefnis í ökuskóla 1 er:

  • markmið og tilgangur ökunáms

  • ábyrgð sem hvílir á ökumanni

  • kennsla á viðvörunarmerkjum

  • greining á aðstæðum með tilliti til mismunandi

  • boðmerkin og yfirborðsmerkingar vega

  • forgang í umferðinni

  • kynning á öryggisbúnaði bifreiðar

  • helstu undirmerki og bráðabirgðamerki

Next
Next

Ökuskóli 2