Ökuskóli 3
Ökuskóli 3 er þriðji og síðasti hluti ökunámsins. Ökuskóli 3 fer fram í ökugerði (æfingasvæði fyrir akstur). Um er að ræða að minnsta kosti 1 kennslustund í stofu, 2 kennslustundir í forvarnahúsi og 2 kennslustundir í bifreið þar sem sérhæfð þjálfun fer fram í samræmi við kröfur námskrár.
Til að ökunemi geti skráð sig í Ö3 þarf ökunámsbókin á að sýna að Ö1, Ö2 og minnst 12 ökutímum sé lokið, en ökukennari lætur nemanda vita hvenær hann/hún geti skráð sig í skólann.
Við þessa fræðslu eru notuð ýmiss hjálpartæki , svo sem veltibíll , bílbeltasleði, sérstök vog sem sýnir þá krafta sem leysast úr læðingi við umferðar óhapp
Með Ö3 er leitast við að láta nemendur upplifa hversu langa vegalengd þarf til að stöðva bifreið á ákveðnum hraða, til dæmis í hálku og er notaður sérhæfður skrikvagn í þá kennslu.